Maríus peysa

950 kr.

Peysan Maríus prjónuð ofan frá og niður, Maríu buxurnar passa vel við þessa peysu og hægt er að bæta þeim við og húfusettið með Maríu gallanum passar einnig við. Munstrið fann í ég í munsturhefti sem ég hafði keypt og fannst ég þurfa að raða því saman í þetta fallega og fíngerða sett.

Hugmyndin af uppskriftinni er tíu ára gömul en uppskriftin gerð nýlega.  Munstrið fann í ég í munsturhefti sem ég hafði keypt og fannst ég þurfa að raða því saman í þetta fallega og fíngerða sett. Uppskriftin er hugsuð á nýfætt barn sem heimferðarsett og alveg upp í tveggja ára og það er auðvelt að stækka um eitt númer í viðbót með því að nota stærri prjón en nota sama fjölda af munstrum sem gefin eru upp, ef vill stækka það enn meira er hægt að nota grófara garn og prjóna en nota sama fjölda af munstrum eins og gefið er upp. Lengdir eru líka afstæðar og fylgja ekki endilega stærðum í prjónauppskriftum og því nauðsynlegt að miða við barnið sem nota á settið.

Stærðir

Mál þvegið:                                                

3-6 mán 6-12 mán 12-18 mán 18-24 mán
Efni í peysu 150 gr 150 gr 200 gr 200 gr
Yfirvídd (undir höndum) 50cm 51 cm 56 cm 68 cm
Lengd (hnakka og niður) 27 cm 33 cm 38 cm 46 cm
Ermalengd (undir ermi) 19cm 20 cm 25 cm 27 cm

 

Prjónafesta: 10 cm eru ca 25-31 lykkjur í garða prjóni á prjóna nr. 2,5

Vinsælt með þessari vöru