Velkomin á

Disu Knit síða með fallegar og einfaldar prjónauppskriftir

Hér finnur þú uppskriftir af fallegum prjónaflíkum fyrir börn jafnt sem fullorðna. Við dísirnar höfum hannað þær svo einfalt sé að fylgja og hafa gaman af. 

Here you will find recipes for beautiful knitted garments for children as well as adults. We have designed them so that they are easy to follow and have fun. Most of them are in Icelandic but hopefully they will all be in English to.

Nýjustu uppskriftirnar

  • Jólasveinadans 2-12 ára

  • Jólasveina-dans 0-18 mán

  • Reið-vettlingar

  • Snær

  • Lotta samfellan

  • Skrímsla peysan

  • Jólasveina dans

  • Maríus sett

  • Maríu skírnarkjóll

Uppskriftir

um okkur

Við erum þrjár vinkonur sem höfum verið að prjóna sundur og saman í mörg ár. Höfum gaman af því að setja saman uppskriftir og hanna eitthvað fallegt fyrir ykkur að gera. Vonandi hafið þið gaman af uppskriftunum okkar. 
Ef þú ert ánægð(ur) með uppskriftina, endilega láttu sem flesta vita að hún er til sölu hjá disaknit. Uppgötvir þú villur, þá endilega láttu okkur vita á netfangið disaknit@disaknit.is
Deilið endilega afrakstrinum á Instagram og Facebook undir myllumerkinu #disaknit

Hef gaman af ýmissri handavinnu, prjóni, smíðum, föndri hverskonar. Er kennari og finnst mjög gaman að vera innan um börn á öllum aldri. Ég prjónaði mína fyrstu peysu fimm ára og hef verið að síðan, en mamma mín var mjög góð fyrirmynd mín hvað hannyrðir varðar og passaði alltaf upp á að ég gerði hlutina vel. Ég byrjaði ekki að skrifa niður uppskriftir fyrr en nýlega en hef alltaf átt auðvelt með að sjá fyrir mér hluti verða til og hvernig þeir eiga að vera. Fer sjaldan algjörlega eftir uppskrift heldur lagfæri eftir mínu höfði. Flokka mig ekki sem hönnuð þrátt fyrir að hafa lært hönnun með öðru, en hef mjög gaman af að búa til uppskriftir á skiljanlegu máli fyrir allflesta.

Ég lærði að prjóna þegar ég var 8 ára og fannst það strax mjög gaman. Mamma mín er prjónasnillingur og báðar ömmur mínar voru miklar prjónakonur. Fyrstu tilraunir mínar til að hanna eitthvað var þegar ég var 11-12 ára að hekla og prjóna á barbídúkkurnar mínar. Í yfir 20 ár hef ég unnið við að hugsa um lítil yndisleg kríli á Vökudeild Landspítalans og hreinlega elska að prjóna ungbarnaföt og annað lítið og krúttlegt.

Ég hef aldrei verið kölluð Dísa þó ég heiti Vigdís. En, eins og hinar „Dísirnar“ í hópnum, hef ég gaman af því að prjóna og hekla. Ég lærði að prjóna 5 ára hjá ömmu minni, Vigdísi Sæmundsdóttur. Við erum báðar örvhentar en hún kenndi mér eigi að síður að prjóna eins og rétthent væri. Amma átti alltaf prjónaða sokka og vettlinga í prjónakörfunni sinni. Það kom sér oft vel þegar lítil stúlka kom í heimsókn, með blautt hár og illa klædd, úr sundi (ég var dálítið fljótfær stundum). Í barnaskóla fannst mér handavinna leiðinleg á þann veg að hlutirnir voru óspennandi og handavinnukennarinn var ekki sérlega skemmtilegur. Það var ekki fyrr en handavinnukennslunni lauk, að ég fór að gera eitthvað af alvöru. Reyndar svo rækilega að fyrsta árið þurfti heilan bíl undir það sem ég og vinkona mín gerðum og fór á handavinnusýningu þess árs í skólanum.
Eftir að börnin fæddust var auðvitað enn meira tækifæri til að prjóna og hekla og ef eitthvað var, óx áhuginn með árunum. Mér gekk illa að fara eftir uppskriftum, þurfti alltaf að breyta þeim eða bara búa til nýjar. Þetta eru aldrei flóknar uppskriftir því ég hef ekki mjög gaman af flóknum hlutum.

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð hér