Jólasveindans barna 2-12 ára

950 kr.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring með berustykki sem prjónað er í mynsturprjóni í 6 litum og einföldu gatamynstri svokölluðu öldumynstri í einum lit í ermum og bol. Saumað er í saumavél tveir saumar að framan milli fjögurra lykkja sem ekki teljast með í munstri eða notuð svokölluð Steeking aðferð sem kynnt er vel í uppskriftinni til að komast hjá að sauma í saumavél. Síðan er klippt upp og heklaður kantur með fastapinnum meðfram hvoru megin, líka hægt að gera í hálsmáli og í síðustu umferð er gerður bugðóttur kantur. Farið er í og leiðbeint hvernig hægt er að fela saumasárið á fallegan hátt. Hægt er ýmist að gera hnappagöt ef áhugi er á að hafa tölur eða sleppa honum og hafa frekar krækju/krækjur.

Stærðir

Mál flíkur þvegnar:                                                          

2-3 ára 4-5 ára 6-7 ára 8-9 ára 10-12 ára
Litir

Rauður           (14)

Blár                 (30)

Hvítur             (01)

Svartur           (21)

Grænn            (31)

Púðurbleikur (54)

 

200 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

 

200 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

 

200 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

 

250 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

 

350 gr

100 gr

50 gr

50 gr

50 gr

50 gr

Yfirvídd (undir höndum) 66 cm 67 d cm 72 cm 80 cm 88 cm
Lengd (hnakka og niður) 39 cm 46 cm 47 cm 50 cm 60 cm
Ermalengd (undir ermi)  27 cm 34 cm 34 cm 36 cm 41 cm

Vinsælt með þessari vöru