Ægis derhúfa, slaufa og sokkar

1.200 kr.

Settið Ægir samanstendur af hnepptri peysu, prjónuð ofan frá hálsi og niður. Smekk stuttbuxum, prjónaðar neðan frá og upp. Derhúfu, þar sem byrjað er á því að gera ennisband fram og til baka og lykkjur teknar upp sem síðan eru prjónaðar í hring. Slaufu og sokkum. Gegnumgangandi í settinu er flétta sem tengir settið saman og minnir kannski á sjóinn og þaðan kemur hugmyndin af nafninu. Mér fannst mig vanta uppskrift af fallegu sparisetti sem gæti tengst 17. Júní en settið er alveg eins fallegt einlitt eins og í fánalitunum og hentar bæði sem spari og til dagsdaglegra nota. Fólki í kringum mig tengdi í landsleiki og þessháttar. Þessi uppskrift er um derhúfuna, sokkana og slaufuna

Garn Dale Lerke, Drops merino extra fine eða sambærilegt sem gefur prjónafestuna 10 cm eru ca 23 lykkjur í garða prjóni á prjóna nr. 3.

Stærðir
Mál flíkur þvegnar:
0-3 mán 3-6 mán 6-12 mán 12-18 mán 18-24 mán
Efni í húfu, slaufu og sokka 100 gr 100 gr 100 gr 150 gr 150 gr
Derhúfa ummál 38 cm 38 cm 40 cm 40 cm 43 cm
Sokkar lengd sóla 8 cm 9 cm 12 cm 12 cm 12,5 cm

Vinsælt með þessari vöru