1.200 kr.
Maríulínan samanstendur af peysu húfu/kjusu, sokkum, vettlingum, buxum, stuttbuxum, galla, húfu, kjól, buxum og sokkum við kjól og svo skírnarkjól.
Þessi hluti fjallar eingöngu um skírnarkjólinn. Hugmyndin að þessari línu er síðan 2013, varð til í höfði mér og á prjónunum þegar ég hugsaði til dóttur minnar sem nú er uppkomin. Munstrið fann í ég í munsturhefti sem ég hafði keypt og fannst ég þurfa að raða því saman í þetta fallega sett.
Skírnarkjóllinn er í einni stærð 3-9 mánaða.
Hann er með löngum miðsbreiðum sléttum köflum, (grennstir upp við berustykki og breiðastir neðst á kjólnum), sérstaklega gerðir því margir vilja sauma nafn þeirra barna sem skírðir eru í kjólnum og það er auðveldara að framkvæma það í sléttum köflum. En á milli eru munstur með jöfnu millibili.
Garn Drops merino extra fine eða sambærilegt sen gefur ca. 10 cm, 21 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4 mm
Stærðir, mál eftir þvott: | ||
3.-9 mán | ||
Yfirvídd undir höndum | 60 cm | |
Lengd (hálsmál og niður) | 100 cm | |
Garnþörf | 500 gr |