Kjóllinn María

950 kr.

Heimferðarsettið María samanstendur af peysu prjónuð ofan frá og niður, húfu/kjusu, sokkum, vettlingum, buxum, stuttbuxum, kjól prjónaður ofan og niður og buxum við kjól, galla prjónuðum ofan frá og niður og skírnarkjól prjónuðum ofan frá og niður. Þessi hluti fjallar eingöngu um kjólinn. Uppskriftin er síðan 2013, varð til í höfði mér og á prjónunum þegar ég hugsaði til dóttur minnar sem nú er uppkomiin og uppskriftin ber því nafn hennar, settið er fíngert og fallegt eins og dóttir mín og því eðlilegt að það beri nafn hennar. Munstrið fann í ég í munsturhefti sem ég hafði keypt og fannst ég þurfa að raða því saman í þessar fallegu, fíngerðu flíkur.

Efni: garn Drops baby merino, Sandnes Lanett eða sambærilegt

Stærðir, mál eftir þvott

3.-6 mán 6-9 mán 9-12 mán 12-18 mán
Yfirvídd undir höndum 44 48 56 62
Lengd (hálsmál og niður) 33 34 35 44
Garnþörf 150 200 250 250

Prjónafesta:

10 cm eru ca 27 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3

Vinsælt með þessari vöru